Hönnuðir

Mýr design
Helga lærði fatasaum í Fjölbrautaskóla Suðurnesja og hefur sýnt hönnun sína í Austurríki, Lúxemborg og Þýskalandi. Hún starfar með  kjólameistaranum Lilly Alettu við sníðagerð.
Þá hefur hún verið með sýningu á Flug Hóteli á Ljósanótt og sýndi  í Ráðhúsi Reykjavíkur 2010. Hún starfaði við hönnunarviðburðinn  Heklugos á Suðurnesjum 2012 og 2013.
Mýr design er með vinnustofu í Eldey frumkvöðlasetri á Ásbrú

Vefsíða

Spíral design
Spiral design ehf. var stofnað árið 2010 af þeim Ingunni E. Yngvadóttur og Írisi Jónsdóttur. Fatnaðurinn er hannaður og saumaður á Íslandi og er hönnunin sótt í umhverfið, fólkið og líðandi stund hverju sinni – tímalaus og þægilegur fatnaður hugsaður fyrir konur á öllum aldri.

Spiral er með opna vinnustofu í frumkvöðlasetrinu Eldey á Ásbrú og Vagnshöfða 13 Reykjavík.

Vefsíða

Flingur
Flingur hefur verið starfandi frá árinu 2001 og verið í eigu sama aðilans, Rannveigar Víglundsdóttur, allan tímann. Seinna kom dóttir hennar, Sigríður Magnea, inn í reksturinn. Frá upphafi hefur fyrirtækið framleitt baðhettur úr frotte sem seldar hafa verið í Bláa lóninu frá stofnun Flingurs. Síðustu ár hefur verið fjárfest í nýjum tækjum og má þar nefna útsaumsvél sem gerir fyrirtækinu kost á að merkja fatnað með vörumerkjum, nöfnum og öðru sem fólk óskar eftir. Á síðustu árum hefur vöruúrvalið verið aukið og má þar nefna baðhettur, stígvélakött, hálsklúta og núna nýlega svuntur.

Vörur frá fyrirtækinu fást á eftirfarandi stöðum: Bláa lóninu, Duty Free Fashion, 18 Rauðar rósir, Fontana Laugarvatn, Sigurboginn og Álafoss.

Vefsíða

Agnes design
Agnes Geirsdóttir hannar og saumar kvenfatnað undir vörumerkinu AGNES. Hún stofnaði fyrirtækið janúar 2014 og er með aðsetur í frumkvöðlasetrinu Eldey, á Ásbrú.

Vefsíða

MeMe design
Vörulína MeMe design er úr íslenskri ull, handprjónuð dömupils úr léttlopa, lopa og einbandi.

Pilsin eru hvergi saumuð, einungis prjónuð saman og hægt er að nota þau á réttu og röngu. Hönnunin er sótt í náttúru Íslands og fylgir nafn hverju pilsi. Pilsin eru heilsusamleg og sígild tískuvara úr náttúrulegu hráefni.

Vefsíða

Lára
Lára hefur lokið BA námi í textílhönnuno g menningarmiðlun með áherslu á tekstílþrykk frá Professionhojskolen UCC í Kaupmannahöfn. Hönnun hennar einkennist af einfaldri en áhugaverðri Silhouett í samspili við silkiþrykk, mynstur og litun. Innblástur kemur úr ólíkum áttum t.d. frá smáatriðum í húsgögnum eða húðfellingum á dýri. Oft kemur innblásturinn frá tekstílinu sjálfu, hvað það getur og vill, sem oft setur í gang margar hugmyndir.

Vefsíða

Halla Ben
Halla Benediktsdóttir er prjónahönnuður, búsett í Kaupmannahöfn og starfar undir merkinu Halla Ben.

Vefsíða

Ásberg design
Eísabet Ásberg hannar skúlptúra, hluti fyrir heimilið og skart úr silfri. Elísabet byrjaði sinn hönnunarferil árið 2990 og opnaði eigið gallerý árið 2004.

Vefsíða

Magdalena Sirrý design
Magdalena Sirrý design er vörumerki Magdalenu Sirrý Þórisdóttur. Magdalena er útskrifaður textílkennari úr Kennaraskóla Íslands, útskrifuð úr Iðnskólanum í Hafnarfirði bæði af hönnunarbraut og útstillingarbraut auk þess að hafa sótt sér fjölbreytta menntun á sviði hönnunar og lista víða annars staðar.
Magdalena hefur kennt textíl og tengdar greinar víða um árabil og tekið þátt í sýningum víðsvegar s.s. hjá Handverki og hönnun, í Norræna húsinu og á Ljósanótt. Í dag vinnur Magdalena á fjölbreyttan hátt með húfur, fatnað, barnavörur, kort og útstillingar.

Vefsíða

Heklæði
Arnbjörg Eiðsdóttir heklar hálsmen og skartá fjölbreyttan máta.
Hálsmen Arnbjargar hafa verið til sölu í Kraum, Islandiu, Listasafni Íslands og víðar undanfarin ár.

Vefsíða

Gull og silfurskart
Eggert hannah er gullsmíðameistari með framhaldsmenntun í steinaísetningu og handáletrun og hefur meðal annars kennt þessi tvö fög við gullsmíðadeild Tækniskólans.

Eggert kennir einnig handáletrun við gullsmíðaskólann í Frederecia í Danmörku.

Eggert notar mikið hágæða steinaísetningu í sinni hönnun og er einn af fáum íslenskum gullsmiðum sem handgrefur hið séríslenska höfðaletur.

Vefsíða

Steinunn
Steinunn er Keflvíkingur og hefur unnið við gerð leðurveskja og fylgihluta sl. 6 ár.

Vefsíða

Gull og hönnun
Karl Gústaf Davíðsson lærði hjá afa sínum Jóhannesi Leifssyni og föður Davíð og lauk sveinsprófi 2010. hann hefur sérhæft sig í þjóðbúningasilfri sem og módelsmíði emð tilvísun í þann menningararf.

Karl fær innblástur sinn jafnframt úr íslenskri náttúru sem hann tengir sterkt við hvort sem það er í gegnum hestamennsku eða laxveiði.

Vefsíða

Rúnar frá Keflavík
Rúnar er fæddur og uppalinn í Keflavík. Hann stundaði nám við myndlistaskólann á Akureyri 1999-2000 og stundaði diplóma nám í myndlist við Lorenzo de´Medici scuola dell´arte í Flórens á Ítalíu frá 2000 – 2001. Þar kynntist hann verkum Benvenuto Vellini sem var gullsmiður á endurreisnartímanum en hann skráði meðal annars endurminningar sínar í einni skemmtilegustu sjálfsævisögu bókmenntasögunnar og eftir lestur hennar fyrir nokkrum árum laust þeirri hugmyndi niður hjá Rúnari að hann gæti orðið gullsmiður. hann lærði gull- og silfursmíði í tækniskólanum og hjá Kristni Sigurðssyni gullsmíðameistara og útskrifaðist vorið 2013.

Vefsíða

Fjóla gullsmiður
Fjóla Þorkelsdóttir lauk námi við gullsmíði árið 2001. Sama ár opnaði hún skartgripaverslun og verkstæði við Hafnargötuna í Keflavík.
Fjóla er skapandi listamaður með fjölbreyttar hugmyndir í skartgripagerð. Hún hefur skapað fjölda skartgripalína s.s. fjörusteinslínuna, þar sem skartgripirnir mynda sjávarslípaða steina í fjöruborði við Íslandsstrendur.
Einnig hefur hamraða línan hennar verið vinsæl þar sem ísetning steina í gripina er oft hönnuð með vísan til stjörnukerfa. Í smíðinni notar Fjóla eðalmálmana gull og silfur, leður og fjölbreytt steinaval.

Vefsíða

Sigga Ella
Sigríður Erla Jónsdóttir
fatahönnun
siggaella86@gmail.com

Ljósberinn
Unnur Karlsdóttir
lampar og skermar
Facebook
unnur.karls@gmail.com
863-0013/867-9126

Hildur H.
Hildur Harðardóttir
pappamassi / fígúrur
facebook.com/hildurlisthonnun
hringlist@hotmail.com
897-4776