Maris tekur þátt í Hönnunarmars 2015

gunnuhver22.jpgMaris, hönnunarklasi Suðurnesja tekur þátt í Hönnunarmars 2015 í samstarfi við Markaðsstofu Reykjaness og Reykjanes jarðvang en þar verður kynntur skapandi kraftur af Reykjanesi.

Sýningin verður í Höfuðborgarstofu og mun fagráð velja inn þátttakendur en forgang hafa félagar í Maris.

Leitað er til hönnuða á Suðurnesjum sem hafa áhuga á að taka þátt í verkefninu og er þeim bent á að hafa samband við Söru Dögg Gylfadóttur á netfangið sara.dogg@simnet.is eða í síma 699 2604.